Silfurtúnglið
Glæsilegt hjá okkar mönnum. Mættu raunar ofjörlum sínum í dag, en fjandakornið Silfur á Ól. Algjör snilld.
Danir eru enn að væla. Horfði á endursýningu á leiknum í dag og þar vildu þulirnir meina að Ísland hafi hreinlega verið heppið með núverandi fyrirkomulag sem hafi valdið því að þeir fengu "léttari" andstæðinga...Ef Evrópumeistarar og heimsmeistarar ásamt upprennandi Pólverjum og svo Spánverjar eru "léttir" andstæðingar þá kvíði ég ekki framtíðinni.
Nei annars eru Danir þó almennt glaðir fyrir Íslands hönd en vilja þó meina ennþá að Danska landsliðið sé eitt af fjórum bestu í heimi...bara miskilningur að þeim gekk ekki betur.
Jæja, nú er ÓL búið. Hef sjaldan glápt eins mikið á ÓL eins og nú...fékk mikla gleði af að horfa á greinar eins og bogfimi, Suður Kóreu menn kunna eitthvað þar, samhæft sund, dýfingar, ljósritun án atrennu og fleiri skemmtilegar greinar. Ríðingar voru skemmtilegar og unnu danir brons þar...skildi þó aldrei almennilega út á hvað það sport var en virtist eitthvað snúast um að sitja hest undir tónlist og hneigja sig.
Samhæft sund var skemmtilegt. Tveir útvarpsspjátrungar hér í Danmörku, hinir svokölluðu Svörtu Skátar báðu um að lýsa einni íþróttagrein og héldu væntanlega forráðamenn DR að samhæft sund væri skaðlaust...annað kom á daginn. Þeir bakkabræður lýstu þessu á snilldarhátt. Alveg ótrúlega fyndið allt saman. Rússnesku sundkonurnur mynduðu til dæmis "Georgískan turn" Og "þarna mynda stúlkurnar lesbíuhring". Held að þeim verði ekki hleypt aftur inn í beinar íþróttalýsingar í bráð.
Vinnuvika framundan...mikið að gera og útlit fyrir að svo verði næstu vikurnar...það er bara hið besta mál.
Börnin voru hjá mér örstutt um helgina og koma svo aftur næstu helgi. Alveg ferlega indælt.
Bið að heilsa í bili...og já enn og aftur Ísland til hamingju með Silfrið...enda miklu betra verð á silfri en gulli í dag. Passar líka betur við Forsetastellið...held ég.
Arnar Thor
Danir eru enn að væla. Horfði á endursýningu á leiknum í dag og þar vildu þulirnir meina að Ísland hafi hreinlega verið heppið með núverandi fyrirkomulag sem hafi valdið því að þeir fengu "léttari" andstæðinga...Ef Evrópumeistarar og heimsmeistarar ásamt upprennandi Pólverjum og svo Spánverjar eru "léttir" andstæðingar þá kvíði ég ekki framtíðinni.
Nei annars eru Danir þó almennt glaðir fyrir Íslands hönd en vilja þó meina ennþá að Danska landsliðið sé eitt af fjórum bestu í heimi...bara miskilningur að þeim gekk ekki betur.
Jæja, nú er ÓL búið. Hef sjaldan glápt eins mikið á ÓL eins og nú...fékk mikla gleði af að horfa á greinar eins og bogfimi, Suður Kóreu menn kunna eitthvað þar, samhæft sund, dýfingar, ljósritun án atrennu og fleiri skemmtilegar greinar. Ríðingar voru skemmtilegar og unnu danir brons þar...skildi þó aldrei almennilega út á hvað það sport var en virtist eitthvað snúast um að sitja hest undir tónlist og hneigja sig.
Samhæft sund var skemmtilegt. Tveir útvarpsspjátrungar hér í Danmörku, hinir svokölluðu Svörtu Skátar báðu um að lýsa einni íþróttagrein og héldu væntanlega forráðamenn DR að samhæft sund væri skaðlaust...annað kom á daginn. Þeir bakkabræður lýstu þessu á snilldarhátt. Alveg ótrúlega fyndið allt saman. Rússnesku sundkonurnur mynduðu til dæmis "Georgískan turn" Og "þarna mynda stúlkurnar lesbíuhring". Held að þeim verði ekki hleypt aftur inn í beinar íþróttalýsingar í bráð.
Vinnuvika framundan...mikið að gera og útlit fyrir að svo verði næstu vikurnar...það er bara hið besta mál.
Börnin voru hjá mér örstutt um helgina og koma svo aftur næstu helgi. Alveg ferlega indælt.
Bið að heilsa í bili...og já enn og aftur Ísland til hamingju með Silfrið...enda miklu betra verð á silfri en gulli í dag. Passar líka betur við Forsetastellið...held ég.
Arnar Thor
Ummæli
mig langar í Dorrit bol ;o) svona til að sýna samstöðu, mátt og gegnsemi íslenskukennslu Forsetafrúarinnar, sem þjóðin hefur ábyggilega eytt eins og þriðjungs ársbudgeti meðalstórs þróunarlands í .... Money well spend there.
hilsen
Thessi aktiverada